Breaking down the barriers to solving world problems
 

Simpol – Mótun stefnunnar

Simpol-stefnan er verk í vinnslu og breytingum háð. Borgarar um allan heim þróa þessa stefnu, fólk sem styður baráttuna með því að nota ferli sem International Simultaneous Policy Organisation heldur utan um.

Þeim sem styðja stefnuna er boðið að hanna, leggja fram, fínpússa, ræða um og að lokum samþykkja Simpol-stefnuna. Í þessu ferli má hagnýta sér stefnur sem frjáls félagasamtök hafa þegar mótað og hægt er að nýta sér óháða sérfræðinga í stefnumörkun.

Stefnurnar eru lagðar fram með fyrirvara þar til náðst hefur nægileg alþjóðleg samstaða um að innleiða þær. Með þeim hætti helst Simpol-stefnan:

  • Sveigjanleg: Hægt er að breyta reglunum hvenær sem er fram að innleiðingu til að tryggja að þær falli að ríkjandi aðstæðum í heiminum hverju sinni.
  • Lýðræðisleg: Reglurnar eru ekki fastmótaðar þannig að þegar nýir stuðningsaðilar bætast í hópinn fá þeir tækifæri til að leggja sitt af mörkum til stefnumótunarinnar.

Simpol felur í sér allan heiminn. Ekki er eingöngu borgurum lýðræðisríkja leyft að taka þátt í að þróa stefnuna því að á síðari stigum herferðarinnar geta ríkisstjórnir í löndum þar sem lýðræði ríkir ekki líka tekið þátt í henni.

Nálægð

Til að tryggja að Simpol innihaldi eingöngu stefnur sem þurfa að vera innleiddar á sama tíma eru í ferlinu viðmiðunarreglur sem skilja frá stefnur einstakra landa. Á þennan hátt næst gott jafnvægi á milli alþjóðlegs vettvangs og landsvettvangs og þannig er sjálfsákvörðunarréttur hverrar þjóðar tryggður. Þessum viðmiðum er lýst í eftirfarandi spurningu:

Myndi einhliða innleiðing stefnunnar hjá einni þjóð (eða hjá takmörkuðum hópi þjóða) geta valdið óhagsstæðri samkeppnisstöðu?

Ef svarið er:

  • Nei: Uppfyllir stefnan ekki skilyrði um að heyra til Simpol því hver þjóð fyrir sig getur innleitt hana ein og sér (eða takmarkaður hópur þjóða).
  • : Uppfyllir stefnan skilyrði um að vera í Simpol.

Á þennan hátt eru aðeins viðeigandi stefnur í Simpol en á sama tíma viðhalda allar þjóðir sjálfsákvörðunarrétti sínum.

Efst á síðu

Fjölþjóðlegur lagarammi

Einn af einstökum eiginleikum Simpol-stefnunnar er að hún getur innihaldið fleiri en eina stefnu. Með því að flétta saman tvær eða fleiri stefnur geta þjóðir sem tapa á einni stefnu grætt á annarri og þannig stóraukast möguleikarnir á því að tryggja alþjóðlega samvinnu.

Eftirfarandi er dæmi um tvær hnattrænar stefnur sem hægt væri að flétta saman og mynda með þeim eina samtímis stefnu:

  • Skattur á gjaldeyrisviðskipti (Tobin): Þessi skattur, ef lagður er á samtímis, myndi vera áhættulaus fyrir hverja og eina þjóð og gæti tekið töluverðar tekjur frá fjármálamörkuðum. Þetta fjármagn mætti síðan nota til að bæta þeim þjóðum það upp sem fara halloka.       
  • Samkomulag um að dregið verðu úr losun á kolefni: Stórkostlega dregið úr losun CO2 um allan heim, af hálfu allra þjóða, þar sem þær þjóðir sem mest menga draga gífurlega úr losun, t.d. Bandaríkin og Kína. Þjóðir sem verða fyrir ótilhlýðilegum kostnaði vegna minni losunar ættu því að fá uppbót samkvæmt samþykktri formúlu af þeim tekjum sem fást með sköttum á gjaldeyrisviðskipti.

Efst á síðu

Tveggja þrepa ferli

Ferlið er hannað í tveimur þrepum, fyrst á landsvísu og síðan á heimsvísu. Í þrepunum komið til móts við ólík sjónarhorn og forgangsefni stuðningsmanna í hverju landi og ólíkar þarfir fyrir fullgerðan stefnupakka sem stuðningsmenn og stjórnvöld geta komið sér saman um og innleitt.

Þrep 1 er þegar í mótun hjá sumum stofnunum Simpol á landsvísu sem hafa hafið mótunarferli stefnunnar í sínu landi. Þrep 2 ætti eingöngu að hefjast þegar alþjóðlegur stuðningur við Simpol er orðinn víðtækur og möguleikinn á innleiðingu orðinn raunhæfur.

  • Þrep 1: Meðlimir hreyfingarnar vinna að mótun stefnunnar í sínum löndum. Þannig má taka með í reikninginn sjónarhorn og forgangsefni sem bundin eru við hvert land.
  • Þrep 2: Fulltrúar frá hverri stofnun Simpol á landsvísu sem og fulltrúar einræðisríkja hittast og koma sér saman um hvaða aðferðum á að beita.

Þrep 1 í þróun stefnunnar er lífrænt, sjálfskipulagt ferli, þar sem ákvarða þarf mörg atriði þegar borgararnir taka þátt í ferlinu.

Ekki er hægt að sjá fyrir þrep 2. En þess má vænta að í lýðræðisríkjum vinni fulltrúar stjórnvalda og fulltrúar stofnana Simpol á landsvísu hlið við hlið. Ríkisstjórnir í ríkjum þar sem ekki ríkir lýðræði ættu líka að vera með.

Efst á síðu

Simpol: the overall process

Efst á síðu