Breaking down the barriers to solving world problems
 

Upplýsingar til stjórnmálamanna, þingmanna og stjórnmálaflokka

Vaxandi fjöldi þingmanna um allan heim styður Simpol (Simultaneous Policy) – Samtímis stefnu. Skoðið spjaldið hægra megin fyrir nánari upplýsingar um þingmenn sem hafa undirritað Skuldbindinguna. Ef þú ert þingmaður eða situr í ríkisstjórn bjóðum við þér að bætast í hópinn!

Grunnupplýsingar um Simpol er að finna á öðrum síðum þessa vefsvæðis. Á þessari síðu finnurðu upplýsingar sem tengjast sérstaklega stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum og ríkisstjórnum, þar á meðal er að finna algengar spurningar (FAQ).

Til að sjá hvað stjórnmálamenn um allan heim og í öllum flokkum segja um Simpol skaltu smella hér  

Algengar spurningar (FAQ) fyrir stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka, kosningastjóra og ríkisstjórnir

Hvers vegna er Simpol nauðsynlegt?

Lausn Simpol á hnattrænum vandamálum er í senn ný nálgun og viðbótarkostur. Núverandi alþjóðlegar samningaumleitanir með stuðningi Sameinuðu þjóðanna hafa reynst ófullnægjandi og mistakast gjarnan. Þess vegna vekur Simpol-leiðin í síauknum mæli áhuga og  stuðningurinn við hana eykst.

Enn fremur eru áhrif stjórnvalda einstakra landa í hnattrænu hagkerfi nútímans, þar sem fjármagn flæðir hindrunarlaust yfir landamæri, orðin mjög takmörkuð. Í raun og veru eru það aðeins stefnur hagstæðar markaði og viðskiptum sem eru leyfilegar og þannig eru hagsmunir samfélagsins og umhverfisins settir til hliðar. Sífellt verður þó ljósara að þetta er vítahringur þar sem engin þjóð getur unnið og allir munu á endanum tapa.

Með Simpol er boðið fram einstakt þverpólitískt ferli þar sem allir – borgarar, þingmenn, stjórnmálaflokkar og ríkisstjórnir – geta verið virkir. Borgarar ljá í sérstaklega miklum mæli þessari baráttu undirskrift sína og þar með verður mikilvægara fyrir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka að styðja hana.

Til að staðfesta þinn stuðning skaltu hlaða niður og senda Skuldbindingareyðublaðið. Ef þú vilt að flokkurinn þinn hugleiði að gera Simpol að hluta af opinberri stefnu sinni skaltu hlaða niður flokksályktunareyðublaðið

Hvaða kosti hefur Simpol fram yfir samningaumleitanir með fulltingi SÞ?

Samningaumleitanir með fulltingi SÞ, t.d. um losun kolefnis, hafa tvo stóra vankanta sem geta ónýtt þær:

 1. Þar er aðeins fengist við eitt mál hverju sinni. Þetta skapar vanda vegna þess að þegar tekist er á um eitt tiltekið málefni (t.d. losun kolefnis) eru einhverjir sem vinna og einhverjir sem tapa. Þar sem aðeins eitt mál er á borðinu er ekki hægt að bæta þeim sem tapa skaðann og þar með er öruggt að þeir verða ekki samvinnufúsir.
 2. Þegar kemur að hnattrænni stefnu hefur fólk engin áhrif á ákvarðanir ríkisstjórna sinna. Það er því enginn þrýstingur á stjórnvöld, ekkert beint pólitískt frumkvæði sem knýr þau til að vinna saman.

Simpol leysir bæði þessi vandamál. Í fyrsta lagi, með því að bjóða fram umgjörð með mörgum málefnum þar sem þjóðir sem verða undir í einu máli geta náð sínu fram í öðrum málum, eykur Simpol möguleikana á því að allar þjóðir fáist til að vinna saman. Enn fremur, með því að gera borgurum kleift að nota atkvæðisrétt sinn til að þrýsta á stjórnmálamenn og ríkisstjórnir, býður Simpol fram aðferð til að ná tökum á hnattrænum vandamálum sem er líklegri til árangurs en fyrri aðferðir. En hvort sem það gengur eftir eða ekki er hægt að styðja Simpol án þess að ganga gegn stefnu flokksins þíns eða veikja stöðu ríkisstjórnarinnar í þeim alþjóðlegu samningaviðræðum sem eiga sér stað. Simpol starfar hliðrænt og kemur því algjörlega til viðbótar við annað starf.

Hlaðið niður og sendið skuldbindingareyðublaðið og veitið Simpol ykkar stuðning.

Hvernig er efni Simpol-stefnunnar mótað og hver gerir það?

Stefna Simpol er verk í vinnslu og er breytingum háð. Borgarar um allan heim þróa þessa stefnu, fólk sem styður baráttuna með því að nota ferli sem stofnunin „International Simultaneous Policy Organisation“ heldur utan um.

Þeim sem styðja stefnuna er boðið að hanna, leggja fram, fínpússa, ræða um og að lokum samþykkja Simpol-stefnurnar. Í þessu ferli má hagnýta sér stefnur sem þegar hafa verið þróaðar af óháðum félagasamtökum og hægt er að nýta sér óháða sérfræðinga í stefnumörkun.

Stefnurnar eru lagðar fram með fyrirvara þar til náðst hefur nægileg alþjóðleg samstaða um að innleiða þær. Á þennan hátt er stefna Simpol:

 • Sveigjanleg: Hægt er að breyta stefnunum hvenær sem er fram að innleiðingu til að tryggja að þær falli að ríkjandi aðstæðum í heiminum hverju sinni.
 • Lýðræðisleg: Stefnurnar eru ekki fastmótaðar þannig að þegar nýir stuðningsmenn bætast í hópinn fá þeir tækifæri til að leggja sitt af mörkum til stefnumótunarinnar.

Simpol nær yfir allan heiminn. Ekki er eingöngu borgurum lýðræðisríkja leyft að taka þátt í að þróa stefnuna því að á síðari stigum herferðarinnar geta ríkisstjórnir í löndum þar sem lýðræði ríkir ekki líka verið með.

Sveigjanleiki og síbreytileiki Simpol-stefnunnar þýðir að þú sem stjórnmálamaður getur undirritað skuldbindinguna án þess að lenda í mótsögn við stefnu flokksins þíns.

Hvernig tryggir Simpol að yfirráðaréttur hverrar þjóðar sé tryggður?

Til að tryggja að í Simpol séu eingöngu stefnur sem þurfa að vera innleiddar á sama tíma felur ferlið í sér viðmiðunarreglur sem skilja frá stefnur einstakra landa. Á þennan hátt næst gott jafnvægi á milli alþjóðlegs vettvangs og landsvettvangs og þannig er sjálfákvörðunarréttur hverrar þjóðar tryggður. Þessum viðmiðum er lýst í eftirfarandi spurningu:

Myndi einhliða innleiðing stefnunnar hjá einni þjóð (eða hjá takmörkuðum hópi þjóða) geta valdið óhagstæðri samkeppnisstöðu?

Ef svarið er:

 • Nei: Uppfyllir stefnan ekki skilyrði um að heyra til Simpol því hver þjóð fyrir sig getur innleitt hana ein og sér (eða takmarkaður hópur þjóða).
 • : Uppfyllir stefnan skilyrði um að vera í Simpol.

Á þennan hátt eru aðeins viðeigandi stefnur með en á sama tíma viðhalda allar þjóðir sjálfákvörðunarrétti sínum. Með því að undirrita Simpol-skuldbindinguna lýsir þú yfir áhuga þinnar þjóðar á því að taka þátt í samstarfi um að leysa hnattrænan vanda en á sama tíma vernda rétt hennar til sjálfsákvörðunar um öll málefni sem ekki snerta aðrar þjóðir.

Efst á síðu

Getur ekki verið varasamt að undirrita Simpol-skuldbindinguna og valdið árekstrum við stefnum flokksins míns?

Nei, af ýmsum ástæðum:

 1. Þróun hnattrænnar stefnu Simpol verður áfram undirorpin breytingum, verk í vinnslu, þar til Simpol hefur verið innleitt. Þó að slíkar stefnur séu reifaðar í helstu atriðum eru þær ekki skilgreindar að fullu og verða sveigjanlegar þar til rétt fyrir innleiðingu. Undirritun skuldbindingarinnar felur sem slík, í fyrirsjáanlegri framtíð, aðeins í sér skuldbindingu í meginatriðum, staðfestingu á stuðningi þínum aðeins í meginatriðum fyrir Simpol og ferlið sem hefur verið sett af stað. Þar sem eftir er að skilgreina stefnu Simpol að fullu getur ekki orðið neinn árekstur við núgildandi alþjóðlegar stefnur þíns flokks. Bæði þú og flokkurinn í heild getið stutt Simpol samhliða núverandi stefnum ykkar.
 2. Alþjóðleg innleiðing Simpol samtímis gerir stjórnmálamönnum kleift að styðja mikilvægar alþjóðlegar stefnur en aðeins með því skilyrði að þær séu innleiddar hjá öllum eða nægilega mörgum þjóðum saman. Því getur þú ekki aðeins stutt slíkar stefnur án þess að tefla samkeppnisstöðu þinnar þjóðar í hættu heldur getur þú í raun eflt samkeppnisstöðu hennar með því að undirstrika skilyrðið fyrir þínum stuðningi en það skilyrði er að stefnan sé innleidd samtímis og aðeins þegar allar eða nægilega margar þjóðir gera það. Ef allar þjóðir sameinast sigrum við öll.

Því skalt þú halda áfram að styðja flokkinn þinn en styðja Simpol líka. Það er áhættulaust að gera það; þetta er því staða þar sem allir vinna. Vinsamlegast staðfestu stuðning þinn í dag með því að hlaða niður, fylla út, og senda skuldbindingareyðublaðið.

Mótun hnattrænnar stefnu Simpol verður áfram undirorpin breytingum, verk í vinnslu, þar til Simpol hefur verið innleidd.  Þó að slíkar stefnur séu reifaðar í helstu atriðum eru þær ekki skilgreindar að fullu og verða sveigjanlegar þar til rétt fyrir innleiðingu. Undirritun skuldbindingarinnar felur sem slík, í fyrirsjáanlegri framtíð, aðeins í sér skuldbindingu í meginatriðum, staðfestingu á stuðningi þínum aðeins í meginatriðum fyrir Simpol og ferlið sem hefur verið sett af stað.

Hvaða kostir eru fyrir frambjóðanda við það að undirrita Simpol-skuldbindinguna?

Kostirnir eru margir:

 1. Trúverðugleiki: Með því að styðja Simpol gefur þú þig út fyrir að vera stjórnmálamaður sem styður hagkvæma lausn á hnattrænum vandamálum. Með því að styðja Simpol getur þú farið út fyrir stefnu flokksins og náð til vaxandi fjölda kjósenda sem er umhugað um málefni jarðarinnar en hafa misst trúna á stjórnmálaflokka.
 2. Fleiri atkvæði: Með því að styðja Simpol átt þú möguleika á að fá atkvæði frá borgurum sem styðja herferðina. Þessir kjósendur veita þeim frambjóðendum forgang sem hafa undirritað Skuldbindinguna og útiloka því væntanlega þá sem ekki hafa gert það. Í almennum kosningum í Bretlandi árið 2010 undirrituðu 200 frambjóðendur úr öllum flokkum Skuldbindinguna. Nú þegar stuðningur við Simpol fer vaxandi ættir þú að sjá til þess að þú sért í rétta liðinu.
 3. Að ryðja brautina: Með því að styðja Simpol slæstu í hópinn með vaxandi fjölda þingmanna, stjórnmálaskörunga, hagfræðinga og hugmyndaleiðtoga sem gera sér grein fyrir því að heimurinn þarf á nýjum leiðum að halda til að leysa vanda sinn sem eru utan SÞ og hefðbundinna flokkastjórnmála þó að þau séu mikilvæg sem slík. Þú fórst út í stjórnmál til að breyta heiminum. Að styðja Simpol færir þér tækifæri til að gera það.

Því skaltu vinsamlegast hlaða niður og senda skuldbindingareyðublaðið.      

Ef ég undirrita skuldbindinguna get ég þá afturkallað undirrituna?

Já. En hví ættir þú að vilja það?

 1. Þar sem Simpol-stefnurnar eru enn í mótun og verða ekki innleiddar fyrr en allar eða nægilega margar þjóðir styðja herferðina verða þær aðeins möguleiki og umfram allt möguleiki sem ekki er fullmótaður. Því getur ekki orðið neinn árekstur á milli Simpol og stefnu þíns flokks.
 2. Ef þú undirritar skuldbindinguna munu Simpol-samtökin í þínu landi birta hana öllum stuðningsmönnum stefnunnar og þar með gefa þeim sterklega til kynna hvern þeir eigi að kjósa í næstu kosningum. En ef þú ógildir skuldbindinguna þína munum við að sjálfsögðu gera það líka opinbert. Þess vegna er ekkert vit í því að ógilda skuldbindinguna þína. Það myndi bara bjóða upp á það að vaxandi fjöldi stuðningsfólks myndi ákveða að kjósa þig ekki.
 3. Hafðu líka í huga að einn eða fleiri keppinautar þínir í pólitíkinni, í þínu kjördæmi, kunna að hafa þegar undirritað Skuldbindinguna. Þannig að ef þú ógildir hana skerðir þú samkeppnisstöðu þína.

Í stuttu máli sagt þá getur þú að sjálfsögðu endurvakið Skuldbindinguna hvenær sem þú vilt en í raun er engin ástæða til þess og allt mælir gegn því. Því skaltu endilega sýna að þú sért hluti af hnattrænni pólitískri lausn með því að undirrita Simpol-skuldbindinguna. Sýndu að þú sért ekki bara stjórnmálamaður á landsvísu heldur að þú berir hag allrar heimsbyggðarinnar fyrir brjósti. Gerðu Simpol að varanlegri pólitískri ákvörðun, hluta af því sem þú ert.

Hvernig geta ríkisstjórnir sem eru ekki lýðræðislegar verið með?

Mótun stefnu Simpol er í tveimur þrepum. Á því fyrra er tekist á við mismunandi sjónarhorn og forgangsmál stuðningsmanna í hverju landi, á því síðara er tekist á við þörfina fyrir endanleg ákvæði stefnunnar sem stuðningsfólk og allar ríkisstjórnir geta samþykkt og innleitt.

Þrep 1 er þegar í mótun hjá sumum stofnunum Simpol á landsvísu sem hafa þegar hafið mótunarferli stefnunnar í sínu landi. Þrep 2 ætti eingöngu að hefjast þegar alþjóðlegur stuðningur við Simpol er orðinn víðtækur og möguleikinn á innleiðingu orðinn raunhæfur.

 1. Þrep 1: Stuðningsfólk einbeitir sér að sjálfstæðum þróunarferlum stefnu Simpol í sínu landi. Þannig má taka með í reikninginn sjónarhorn og forgangsefni sem bundin eru við hvert land.
 2. Þrep 2: Fulltrúar frá hverri stofnun Simpol á landsvísu, sem og fulltrúar einræðisríkja, hittast og koma sér saman um lokaaðferðir.

Þrep 1 í þróun stefnunnar er lífrænt, sjálfskipulagt ferli, þar sem ákvarða þarf mörg atriði þegar borgararnir taka þátt í ferlinu. Farið á contact Simpol-IS fyrir nýjustu upplýsingar.

Einstök atriði á þrepi 2 eru ekki fyrirsjáanleg. En þess má vænta að í lýðræðisríkjum vinni fulltrúar stjórnvalda og fulltrúar stofnana Simpol á landsvísu hlið við hlið. Einnig ættu ríkisstjórnir í einræðisríkjum að vera með. Einstök atriði skýrast eftir því sem ferlið þróast og vex. Þangað til þarf Simpol ÞÍNA skuldbindingu til að þoka ferlinu áfram.

Efst á síðu

Hvernig getur flokkurinn minn opinberlega stutt Simpol?

Stjórnmálaflokkar geta stutt Simpol opinberlega með því að leggja fram ályktanir á landsfundum flokkanna (eða á þeim vettvangi þar sem stefnumótun á sér stað). Vinsamlegast hlaðið niður template resolution til stuðnings Simpol í ykkar flokki.

Til að fá frekari upplýsingar skaltu biðja um útdrátt fyrir stjórnmálaflokka hér:

Efst á síðu

What Politicians around the world, and from across the party-political spectrum, are saying about Simpol

Jose Ramos-Horta

Forseti Austur-Tímors. Friðarverðlaunahafi Nóbels.

„Það er mér ánægja að staðfesta áhuga minn á því að styðja framgang Simpol-hreyfingarinnar og vera eins virkur í stuðningi mínum og ég get.“

Sir Richard Body

Fyrrverandi þingmaður breska íhaldsflokksins.

„Stóru málin nú á tímum virða engin landamæri og einstakar ríkisstjórnir geta ekki leyst þau á eigin spýtur. Hér kemur Simpol-stefnan til skjalanna, eina mögulega lausnin við fjölmörgum vandamálum. Simpol er lausnin.“

Anthony Wedgewood Benn

Fyrrverandi þingmaður breska verkamannaflokksins.

„Simpol-stefnan er mjög upplífgandi… og býður upp á alþjóðahyggju í stað hnattvæðingar, samvinnu í stað samkeppni, mennsku í stað markaða og visku í stað efnishyggju. Hér hefur aflstöð hins góða verið ræst.“

Svend Robinson

Fyrrverandi þingmaður í Kanada.

„Samtímis stefnan er sannarlega hrífandi og mikilvægt framlag til hnattrænnar hreyfingar sem býr til skapandi möguleika fyrir núverandi kerfi alþjóðlegra samskipta. Ég hef sérstaklega hrifist af beinum svörum stefnunnar við grundvallarvandamálum sem snerta samkeppni.“

Efst á síðu

Þingmenn og stjórnmálaflokkar um allan heim hafa undirritað Simpol-skuldbindinguna

Argentina

Fernando A. Iglesias. Diputado de la Nacion MC por la C.A. de Buenos Aires.

Australia

House of Representatives:

NamePartyElectorateDate Pledged
Steve GeorganasALPAdelaide16.5.19
Chris HayesALPFowler17.5.19
Julie CollinsALPFranklin17.6.16
Anne StanleyALPWerriwa15.6.16

European Union

ConstituencyMEP Name Party     Pledged
Dublin IrelandCiarán Cuffe Green22.5.19
Frances Fitzgerald Fine Gael23.5.19
GermanyJutta PaulusBundnis 90/Die Gruenen12.5.19
Eastern UKLucy NethsinghaLibDem5.5.19
Catherine RowettGreen28.2.15
London UKClaude MoraesLabour21.2.05
North West UKJulie WardLabour8.5.19
Jane BrophyLibDem8.6.17
Gina DowdingGreen20.5.14
South East UKCatherine BearderLibDem20.5.19
Alexandra PhillipsGreen12.5.19
South West UKMartin HorwoodLibDem28.2.07
Molly Scott CatoGreen1.6.17
West Midlands UKEllie ChownsGreen20.5.17
Yorks & Humber UKRichard CorbettLabour20.5.19
Scotland UKShiela RitchieLibDem21.5.19
Alyn SmithSNP3.5.14
Christian AllardSNP14.5.19
Aileen McLeodSNP14.5.19
N. Ireland UKNaomi LongAlliance2.4.15

Germany

Sven-Christian Kindler MdB (Stadt Hannover II) Bündnis90/DieGrünen - Unterzeichnet: 22.8.17

Kirsten  Lühmann MdB (Celle - Uelzen) SPD - Unterzeichnet: 12.9.17

Dr. Matthias Miersch MdB (Hannover Land II) SPD - Unterzeichnet: 28.8.17

Martin Patzelt MdB (Frankfurt (Oder) - Oder - Spree) CDU - Unterzeichnet: 27.7.17

Arno Klare MdB (Mülheim - Essen I) SPD - Unterzeichnet: 12.9.17

Sören Bartol MdB (Marburg) SPD - Unterzeichnet: 12.9.17

Martin Rabanus MdB (Rheingau - Taunus - Limburg) SPD - Unterzeichnet: 22.9.17

Anette Kramme MdB (Bayreuth) SPD - Unterzeichnet: 18.9.17

Margit Stumpp MdB (Aalen - Heidenheim) Bündnis90/Die Grünen - Unterzeichnet: 11.9.17

Sylvia Kotting-Uhl MdB (Karlsruhe Stadt) Bündnis 90/Die Grünen - Unterzeichnet: 12.9.17

Christian Kühn MdB (Tübingen) Bündnis 90/Die Grünen - Unterzeichnet: 12.9.17

Eine-Welt-Partei

Feministische Partei DIE FRAUEN

Ireland

ConstituencyNamePartyDate Pledged
Cork N.C.Jonathan O'Brien Sinn Féin   23.2.16
DonegalPearse Doherty Sinn Féin   22.2.16
Dublin Bay N.Seán HaugheyFianna Fáil

 7.1.16

Finian McGrathIndependent 8.1.16
Thomas BroughanIndependent21.1.16
Dublin Bay S.Eamon Ryan Greens   18.1.16   
Dublin CentralMary Lou McDonald Sinn Féin   22.2.16
Dublin FingalLouise O'Reilly Sinn Féin

21.2.16

Dublin S.W.Sean Crowe Sinn Féin   14.1.16
Dublin S.W.Katherine ZapponeIndependent          8.2.16
KerryMartin Ferris Sinn Féin   22.2.16
Longford-WestmeathRobert TroyFianna Fáil 21.2.16
LouthGerry AdamsSinn Féin 22.2.16
OffalyCarol NolanSinn Féin 25.2.16

Luxembourg

Dr. Jean Colombera. Member, Chamber of Deputies. Constituency: Nord.

United Kingdom

NamePartyDate Pledged
Aberdeen N.Kirsty Blackman MPSNP6.5.15
Airdrie & S.Neil Gray MPSNP1.6.17
ArfonHywel Williams MPPlaid Cymru24.4.15
Ayrshire C.Philippa Whitford MPSNP2.5.15
BathWera Hobhouse MPLib Dem22.5.17
B'ham Hall GreenRoger Godsiff MPLabour11.10.07
Bolton S.E.Yasmin Qureshi MPLabour8.6.17
Brighton Pav.Caroline Lucas MPGreens8.6.2004
Bury S.Ivan Lewis MPLabour7.6.17
CambridgeDaniel Zeichner MPLabour17.10.07
Carmarthen E. & D.Jonathan EdwardsPlaid Cymru18.8.15
Carshalton & W.Tom Brake MPLib Dem23.3.07
Coventry N.W.Geoffrey Robinson MPLabour31.5.17
CrawleyHenry Smith MPCon.19.4.10
Cumbernauld, K&KE.Stuart McDonald MPSNP1.6.17
Dagenham & R.Jon Cruddas MPLabour5.6.17
DarlingtonJenny Chapman MPLabour3.6.17
Derby N.Chris WilliamsonLabour8.4.15
Dudley S.Mike Wood MPCon.1.5.15
Dunbartonshire E.Jo Swinson MPLibDem17.8.18
Dwyfor M.Liz Saville Roberts MPPlaid Cymru3.5.15
EasingtonGrahame Morris MPLabour13.4.10
EastbourneStephen Lloyd MPLib Dem25.4.10
Edinburgh EastTommy Sheppard MPSNP

25.4.10

EdmontonKate Osamor MPLabour5.6.17
Edinburgh S.W.Joanna Cherry MPSNP5.6.17
Edinburgh S.Ian Murray MPLabour28.4.14
Exeter

Falkirk
Ben Bradshaw MP

John McNally MP
Labour

SNP

11.1.19

4.5.15
Fife N.E.Stephen Gethins MPSNP3.5.15
Glasgow C.Alison ThewlissSNP26.3.18
Glasgow E.David Linden MPSNP2.6.17
Glasgow N.E.Paul Sweeney MPLabour6.6.17
Glasgow S.W.Chris Stephens MPSNP2.6.17
GlenrothesPeter Grant MPSNP3.5.15
Hampstead & K.Tulip SiddiqLabour29.5.17
Hayes & H.John McDonnell MPLabour31.1.05
Heywood & M.Liz McInnes MPLabour3.5.15
IpswichSandy Martin MPLabour8.5.17
KetteringPhilip Hollobone MPCon.7.12.06
Kilmarnock & L.Alan Brown MPSNP2.6.17
KnowsleyGeorge Howarth MPLabour18.5.17
Lanark & H.E.Angela Crawford MPSNP2.6.17
Leeds N.E.Fabian Hamilton MPLabour10.5.17
Leeds N.W.Alex Sobel MPLabour10.3.15
Linlithgow &EF.Martyn Day MPSNP27.4.17
Lothian E.Martin Whitfield MPLabour4.6.17
Motherwell & W.Marion Fellows MPSNP1.6.17
Newcastle N.Catherine McKinnell MPLabour26.4.10
Newport WestPaul Flynn MPLabour25.2.15
Ochil & S.P.Luke Graham MPCon.5.5.15
Oxford W. & A.Layla Moran MPLib Dem28.4.15
Paisley &RN.Gavin Newlands MPSNP1.6.17
Perth & N.P.Pete Wishart MPSNP29.5.17
Portsmouth S.Stephen Morgan MPLabour8.5.17
Renfrewshire EastKirsten Oswald MPSNP1.5.15
Salford & E.Rebecca Long-Bailey MPLabour5.6.17
South ShieldsEmma Lewell-Buck MPLabour6.6.17
StaffordJeremy Lefroy MPCon.8.6.17
Stockton S.Paul Williams MPLabour6.6.17
Stroud

David Drew MP

Labour15.4.10
TwickenhamVince Cable MPLib Dem28.5.17
Tyneside N.Mary Glindon MPLabour29.4.15
Vale of ClwydChris Ruane MPLabour19.5.17
Warrington S.Faisal Rashid MPLabour29.5.17
Weston-s.-MareJohn Penrose MPCon.2.5.05
Worsley & Eccles S.Barbara Keeley MPLabour8.3.15

Simpol-hreyfingar á landsvísu

Simpol-hreyfingar í öðrum löndum: Smelltu hér