Breaking down the barriers to solving world problems
 

Þátttaka í hreyfingunni í Bretlandi: 6 leiðir til Simpol!

1. Vertu skráður sem stuðningsaðili Simpol

Að skrá þig sem stuðningsmann Simpol er fyrsta skrefið og það kostar ekki neitt. Að vera stuðningsaðili þýðir að þú sameinast þúsundum annarra, í Bretlandi og annars staðar, í nýrri og öflugri hreyfingu sem stefnir að því að leysa hnattræn vandamál. Að vera stuðningsaðili gerir þér kleift að taka þátt í að þróa hnattrænar stefnur sem einn daginn munu verða uppistaðan í aðferðum Simpol.

2. Segðu þingmönnum að þú sért stuðningsaðili Simpol

Eftir að þú hefur skráð þig sem stuðningsaðili Simpol þarftu að láta þingmenn í þínu kjördæmi vita af því. Ef þú segir þeim ekki frá því vita þeir ekki af því. Því skaltu hlaða niður Initiates file downloadbréfsformi og senda þeim það í dag. Á þennan hátt munu þingmenn vita hvað þeir þurfa að gera til að fá þitt atkvæði í næstu kosningum! Til að finna nöfn þingmanna í þínu kjördæmi skaltu fara hingað.

3. Segðu vinum og ættingjum frá Simpol

Það getur verið að rétt eins og þú séu vinir þínir og ættingjar að leita að nýrri og öflugri leið til að láta að sér kveða í stjórnmálum en helst utan stjórnmálaflokka, taka þátt í einhverju sem snertir allan heiminn. Þess vegna ættirðu að segja þeim frá Simpol og senda þeim tölvupóst sem beinir þeim á þessa síðu. Þú getur afritað þetta í template text tölvupóstinn þinn. Hvettu þá til að styðja Simpol líka!

4. Biddu samtökin þín um að styðja Simpol

Hnattræn vandamál þarfnast skjótra úrlausna. Þess vegna er mikilvægt að styðja áfram þau frjálsu félagasamtök sem þú hefur stutt hingað til. En margar kröfur frjálsra félagasamtaka verða aldrei uppfylltar án alþjóðlegrar samvinnu og þess vegna er mikilvægt að biðja félagasamtökin sem þú átt aðild að að styðja Simpol. Sendu þeim þetta bréfsform sem boð um að vinna með okkur.

5. Skráðu þig sem sjálfboðaliða í Simpol-hreyfinguna

Við þurfum hjálp við alls konar verkefni og þú getur nýtt þína hæfileika á ótal vegu til að leggja baráttunni lið. Ef þú vilt koma heiminum að gagni og hefur dálítinn tíma aflögu til að leggja eitthvað reglulega af mörkum skaltu senda Simpol Volunteer Form og láta okkur vita hvernig þú getur hjálpað til.

6. Fjárframlög til styrktar baráttunni

Pólitískt sjálfstæði krefst þess að við reiðum okkur á meðlimagjöld og frjáls framlög einstaklinga. Öll framlög, stór og smá, einu sinni eða reglulega, eru vel þegin. Farðu hingað til að leggja inn framlag í gegnum PayPal. Fyrir hærri framlög skaltu fara hingað varðandi upplýsingar um bestu skattalegu leiðirnar til að gefa þitt framlag.

Efst á síðu

Útbreiðsla Simpol…

...í gegnum myndir og myndskeið

Teikning eftir Andreas Schroeder

...í gegnum leikhús og tónlist

Simpol-leikhúsið í Womad 2004

...í gegnum opinberar ræður

Gæti þetta verið þú?