Breaking down the barriers to solving world problems
 

Það sem fólk segir um Simpol...

Ken Wilber

Bandarískur heimspekingur, rithöfundur og höfundur Integral Theory.

 „Meginhugmyndin í Simpol er afar kraftmikil, sú hugsun að tengja atkvæði í einu landi við atkvæði í öðru landi – að tengja pólitískar aðgerðir í einu landi við aðgerðir í öðru landi. Alþjóðleg samkeppni er innbyggð í þjóðskipulagið og því er viðfangsefnið ekki umhverfismál heldur hvernig eigi að fá fólk til að sameinast um umhverfismál. Þetta er verulega heillandi og vekur vonir. Að mínu mati er þetta grundvallarmálefni fyrir 21. öldina.“

Jose Ramos-Horta

Forseti Austur-Tímors. Friðarverðlaunahafi Nóbels.

„Það er mér ánægja að staðfesta áhuga minn á því að styðja framgang Simpol-hreyfingarinnar og vera eins virkur í stuðningi mínum og ég get.“

Noam Chomsky

Prófessor, pólitískur baráttumaður og rithöfundur.

„Þetta er metnaðarfullt og ögrandi. Virkar það? Sannarlega tilraunarinnar virði.“

Hazel Henderson

Hagfræðingur, rithöfundur: Beyond Globalization: Shaping a Sustainable Global Economy.

Simpol – Samtímis stefna – er skapandi tillaga sem miðar að framförum í átt til sjálfbærs efnahagskerfis. Margar hreyfingar og grasrótarsamtök hnattvæðingarsinna sem vinna að þessu markmiði geta sameinast um svo framsækið framtak."

Moises Naim

Fréttastjóri, erlend málefni.

„…áhrifamikil og ögrandi.“

Ervin Laszlo

Rithöfundur og framtíðarsinni.

„Á þeim tímum þegar vandamál okkar eru hnattræn og eftirlits- og stjórnunarkerfi ríkja hafa veikst og eru ófullnægjandi þá er afar brýnt að við hugum að formi og virkni hnattrænna stjórnunarhátta. Þetta getur ekki bara verið verkefni ríkisstjórna því það myndi auka á vandamálin og draga enn úr skilvirkni stjórnunarhátta ríkja. Hér er þörf á heildstæðu stjórnkerfi í sífelldri mótun og hvað varðar lýsingu á grunneiginleikum slíks kerfis er framlag frá John Bunzl afar mikilvægt. Óhætt að mæla með þessu fyrir hvern þann sem hefur áhyggjur af sameiginlegri framtíð okkar og framtíð þessarar plánetu sem svo óhönduglega hefur verið stjórnað.“

Diana Schumacher

Fyrrverandi forstjóri Schumacher Society.

„Innleiðing Simpol ætti að útrýma verstu hliðum samkeppninnar úr hagkerfinu og um leið stuðla að víxltengslum allra hlutaðeigenda.“

John Stewart

Rithöfundur, Evolution's Arrow - The Direction of Evolution and the Future of Humanity.

„Simpol-tillagan er hagnýt leið í áttina að hnattrænni stjórnun. Hún ætti að reynast skilvirk aðferð til að ná fram samvinnu þar sem ástandið er þannig núna að hver ríkisstjórn sem sýnir samvinnuanda geldur þess þar til aðrar ríkisstjórnir gera slíkt hið sama.“

Terry Patten

Kennari, þjálfari, ráðgjafi og rithöfundur. Samhöfundur Ken Wilber að bókinni „Integral Life Practice“.

„Simpol-hreyfingin er snilldarleg og mikilvæg. Hún gerir kleift að sýna frumkvæði þvert á þjóðríkin löngu áður en grónar stofnanir eru tilbúnar til að hefjast handa eða jafnvel hætta að þvælast fyrir.“

Angie Zelter

Stofnaði ásamt öðrum verðlaunin Trident Ploughshares Right Livelihood Award, 2001.

„Til staðar er kerfi sem gerir stjórnmálamönnum kleift að endurheimta valdið til að vinna í þágu venjulegs fólks og lætur lýðræðið blómstra. The Simultaneous Policy: an Insider's Guide to Saving Humanity and the Planet eftir John Bunzl er skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, kjósendur og alla þá sem hafa áhuga á sjálfbæru hnattrænu efnahagskerfi.“

Dr. Farhang Sefidvash

Samþættingarstjóri hjá Research Centre for Global Governance í Brasilíu.

„Hugmyndin að Simpol er dásamleg aðferð til að innleiða samvinnu sem er nýtt lögmál um hvernig mannkynið lifir af í hnattrænum heimi.“

David Lorimer

Ritstjóri hjá „Network“, fréttabréfi Scientific and Medical Network.

„Simpol er framtak í heimi samkeppninnar sem krefst nýrrar gerðar samvinnu til að takast á við hnattræn vandamál sem ein þjóð getur ekki leyst. ...John Bunzl skilgreinir nokkra lykilþætti stjórnunar og setur Simpol í samhengi við umbreytingar í hagkerfi og stjórnmálakerfi samtímans. ...tímabært innlegg í viðvarandi rökræður um samsetningu og framrás hnattrænnar stjórnunar sem sýnir nákvæmlega hvers vegna þær stofnanir sem við höfum núna duga ekki til að takast á við vandann.“

Elisabet Sahtouris

Höfundur Earthdance - Living Systems in Evolution.

„Frá mínum sjónarhóli sem þróunarlíffræðingur er Samtímis stefna John Bunzl – Simpol – hugmynd hverrar tími er kominn og nauðsynleg til að þróa mannkynið frá samkeppnisstigi sínu yfir á þroskastig samvinnunnar. Dásamleg og áhættulaus áætlun til að ná samkomulagi um mikilvæg málefni við uppbyggingu hnattræns samfélags!“

Sir Richard Body

Fyrrverandi þingmaður breska íhaldsflokksins.

„Stóru málin nú á tímum virða engin landamæri og einstakar ríkisstjórnir geta ekki leyst þau á eigin spýtur. Hér kemur Simpol-stefnan til skjalanna, eina mögulega lausnin við fjölmörgum vandamálum. Simpol er lausnin.“

Anthony Wedgewood Benn

Fyrrverandi þingmaður breska verkamannaflokksins.

„Simpol-stefnan er mjög upplífgandi… og býður upp á alþjóðahyggju í stað hnattvæðingar, samvinnu í stað samkeppni, mennsku í stað markaða og visku í stað efnishyggju. Hér hefur aflstöð hins góða verið ræst.“

Prof. Charles Derber

Dept. of Sociology, Boston College í Boston.

„Hér er að finna hugmyndir sem gætu breytt heiminum.“

Helena Norberg-Hodge

Forstjóri International Society for Ecology & Culture.

„Hugmynd þín um samtímis stefnu er framúrskarandi … Við skulum vona að fólk byrji að hlusta á þennan mikilvæga boðskap.“

Svend Robinson

Fyrrverandi þingmaður í Kanada.

„Samtímis stefnan er sannarlega hrífandi og mikilvægt framlag til hnattrænnar hreyfingar sem býr til skapandi möguleika fyrir núverandi kerfi alþjóðlegra samskipta. Ég hef sérstaklega hrifist af beinum svörum stefnunnar við grundvallarvandamálum sem snerta samkeppni.“

Prof. Christopher Leo

Dept. of Politics, University of Winnipeg í Kanada.

„Andstæðingar hnattvæðingar hafa náð athygli heimsins. Ef þeir vilja viðhalda þeirri athygli og byrja að hafa áhrif á stefnumótun þurfa þeir að fylgja fordæmi Simpol og bjóða fram framkvæmanlegar lausnir í stað óbreyttrar stöðu.“

Ed Mayo

Framkvæmdastjóri National Consumer Council í Bretlandi.

„[Samtímis stefna] er glæsileg hugmynd um hvernig hægt er að koma breytingum á. Hún endurspeglar grunnhugmyndir um hvernig eigi að laða fram samstöðu um breytingar.“

Emilio José Chaves

Vísindamaður á sviði hagfræði og sjálfbærrar þróunar.

„Samtímis stefnan er einföld, friðsamleg, áhættulítil og skýr stefna fyrir mannkynið til að komast í tveimur skrefum frá núverandi leið sjálfstortímingar yfir á þá braut sem leiðir til lífs, samvinnu og andlegs vaxtar. Að deila er að lifa.“

Barbara Marx Hubbard

Stofnandi „Evolve“ og The Foundation for Conscious Evolution.

„Samtímis stefna er fyrsta félagslega átakið sem ég hef kynnst sem býður upp á pólitíska lausn, stuðlar að aukinni samvinnu á alþjóðavettvangi.“

Jakob von Uexkull

Stofnandi og stjórnarmaður - Right Livelihood Award Foundation

“…grunnhugmyndin er bráðsnjöll. Látið mig vita hvað kemur út úr þessu!“

Nancy Pennington

Baráttukona fyrir réttindum dýra, Seattle í Bandaríkjunum.

„Þetta er snilld! Ég hef ekki verið svona spennt síðan í grunnskóla og Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar.”

Jackie Navarro

ATTAC Québec í Kanada.

„…bestu hugmyndirnar eru þær einföldustu. Með svona kerfi er engin leið fyrir ríkisstjórnir að stökkva frá borði. Allar afsakanir verða marklausar. Þetta er kerfi sem afhjúpar alla sem reyna að fela sig á bak við fræðilegan ómöguleika. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvert þetta leiðir. Vel gert, Simpol!“

Syd Baumel

Ritstjóri The Aquarian, stofnandi Eatkind.net, skrifar fyrir ISPO.

„Simpol er trójuhestur sem er hannaður til að lauma mannlegum og félagslegum gildum inn í hnattræna pólitík þar sem peningar og völd ráða ríkjum.“

Kerri Smith

Baráttukona, kennari í fullorðinsfræðslu, Ástralíu

„Ég hef aldrei fyrr á ævi minni fundið neitt sem er þess meira virði að taka þátt í en Simpol. Stundum getur þrotlaust starf hinna ýmsu grasrótarhreyfinga skilað sér í stærra samhengi og Simpol talar beint inn í stóra pólitíska samhengið... [Hún] hefur gripið athygli mína og vakið ástríðu mína af miklu meiri krafti en nokkur önnur hreyfing hingað til.“

Mark Davey

Athafnamaður og félagslegur frumkvöðull, Yorkshire í Bretlandi

„Í þau 20 ár sem ég hef haft kosningarétt hef ég aldrei notað hann. Það segi ég án þess að skammast mín. Mín kenning var sú að það að kjósa ekki væri besta leiðin til að mótmæla öllum stjórnmálaflokkum og eftir því sem árin hafa liðið frá þessari ákvörðun minni frá því ég var 18 ára hefur þróun mála í heiminum réttlætt hana. Um leið og ég hafði meðtekið upplýsingarnar ykkar skráði ég mig hiklaust til þátttöku í Simpol og vil endilega taka virkan þátt... til hamingju!“

Efst á síðu