Breaking down the barriers to solving world problems
 

Velkomin í herferð Simpol á Íslandi!

Hvað er Simpol og hvernig virkar það:

Simpol-herferðin (Simultaneous Policy) – Samtímis stefna – gerir okkur, þegnum Íslands og fólki í lýðræðisríkjum um allan heim, kleift að nota atkvæði okkar á algjörlega nýjan hátt til að leysa hnattræn vandamál á borð við hlýnun jarðar, reglugerðir á fjármálamörkuðum, eyðingu umhverfisins og félagslegt ranglæti.

Simpol býður leið til að leysa hnattræn vandamál dagsins í dag; vandamál sem ríkisstjórnir einstakra landa geta ekki leyst upp á eigin spýtur.

Þetta er vegna þess að þessi vandamál ná út fyrir landamæri og samkeppni á milli stjórnvalda einstakra ríkja um fjárfestingu og störf sem veldur því að sérhver ríkisstjórn sem reynir að leysa hnattrænan vanda upp á eigin spýtur skerðir samkeppnisstöðu viðkomandi lands og veldur verðbólgu, atvinnuleysi og jafnvel efnahagshruni.

Simpol miðar að því að rjúfa þennan vítahring sem ríkisstjórnir eru í með því að hvetja fólk um allan heim til þrýsta á sína stjórnmálamenn og stjórnvöld um að vinna saman á hnattrænan hátt að því að innleiða viðeigandi stefnur samtímis, okkur öllum til góðs.

Eingöngu með því að innleiða stefnur samtímis er hægt að leysa sameiginlegan vanda okkar á þann hátt sem skaðar enga þjóð, fyrirtæki eða borgara. Ef allar þjóðir vinna saman þá sigra allir.

Innleiðing samtímis tryggir að ekkert land skerðir samkeppnisstöðu sína við það að fylgja stefnum sem koma jörðinni til góða og endurspegla æðri markmið fólks. Stjórnmálamenn vinna hinsvegar ekki saman á hnattrænan hátt án þess að við þrýstum á þá.

Því skaltu grípa til aðgerða núna með því að skrá þig sem stuðningsmann Simpol. Það kostar þig ekki krónu!

Með því að styðja Simpol ert þú að segja stjórnmálamönnum að þú munir í framtíðinni kjósa hvaða frambjóðanda sem er, innan skynsamlegra marka, sem hefur undirritað skuldbindingu um innleiðingu á stefnupakka Simpol samhliða öðrum ríkisstjórnum („skuldbindingin“). Eða, ef þú vilt velja ákveðinn flokk, mun stuðningur þinn tákna að þú viljir að sá flokkur undirriti skuldbindinguna.

Á þann hátt viðheldur þú fullum rétti til að kjósa að eigin geðþótta. En um leið gefur þú stjórnmálamönnum skýrt til kynna að þú veitir þeim forgang sem hafa undirritað skuldbindinguna og útilokir þá sem ekki hafa gert það. Þar sem mörg þingsæti og jafnvel úrslit heilla kosninga geta oltið á fremur fáum atkvæðum getur jafnvel lítill hópur stuðningsmanna Simpol gert það að stóru hagsmunamáli fyrir stjórnmálamenn  að undirrita skuldbindinguna. Á þennan einfalda hátt tryggja stuðningsmenn framgang málstaðarins.

Simpol-nálgunin er friðsamleg, opin, lýðræðisleg og frjáls. Með því að styðja Simpol færð þú tækifæri til að:

*       Leggja þitt af mörkum, ef þú vilt, til mótunar ákveðinna stefnumála sem miða að því að leysa hnattræn vandmál.

*       Þú slæst í hópinn með öðrum sem vilja að atkvæðið sitt séð notað á nýjan og áhrifaríkan hátt til að þrýsta á stjórnmálamenn og ríki um að innleiða þessar reglur.

Með því að styðja Simpol gerir þú sjálfan þig að hlutaðeiganda að hnattrænni lausn.

Efst á síðu

John Bunzl at TEDx Berlin

The Political Prisoner's Dilemma. Why our politicians are failing to act on climate change and other global problems, and what you can do.


Simpol-Island latest news...

More news...

For all news items, click here